Dec 24, 2010

"...you can quit... and they don't care... but you will always know..."

Rakst á þessa setningu á bloggi á alnetinu í dag og fannst hún býsna skondin og segja um leið ansi mikið.  

Frostið að minnka hér og tók ég smá túr núna í kvöld til að testa hamstring og nára í vinstri fæti og virðist allt vera á réttri leið og gat ég hlaupið hratt án vandkvæða þannig að stopp síðustu daga virðist hafa gert mér gott. Stefni á aðra æfingu í fyrramálið og svo eftir vinnu og fyrir norska skötu enda ekkert víst að maður verði í standi til að hlaupa eftir að hafa étið hana......

Skráði mig í UTMB í fimmta skiptið núna, það er orðinn svo góður hópur í kringum þetta núna að það er orðið möst að drífa sig. Ég og Ásgeir erum skráðir í UTMB og vonandi skráir Höskuldur sig líka í lengsta hlaupið. Við erum nú níu talsins sem eru skráð hlaupin þrjú CCC, TDS og UTMB. Sjá nánar hér: UTMB 1 punkt þarf í CCC en Laugavegur gefur einn punkt og í TDS þarf 2 punkta t.d. Laugaveginn 2009/2010. Ekki er hægt að miða við hlaup fyrir 2008 og eldri.