Jun 28, 2011

gírinn

Held að ég sé búinn að finna gírinn, búið að vera mikil vinna og stress í vetur/vor og endalaus yfirvinna. Auk þess hefur verið mikið um heimsóknir í vinnuna og þá er alltaf farið út að borða og komið heim um miðnætti. Nú er hinsvegar komið gott veður og hlaupin sett í forgang og hægt að velja allskyns fjallaleiðir til að hlaupa og þá er maður geim í hvað sem er.

Náði góðu hlaupi í gær á leið sem ég hljóp mikið í fyrra, góðar brekkur upp í 400m hæð og svo 10 km leið niður sem æfir vel lærvöðvana og hægt að dúndra á góðum hraða.

Í dag fór ég upp á Storfjellet, tæpir 10 km tur/retur en stífnaði ansi fljótt og varð því enginn mettúr þangað upp eins og ég taldi mig geta náð þegar ég var að græja mig.

Grill og smá hvíld í kvöld...!

Jun 9, 2011

Skokk

Búið að vera ansi mikið að gera undanfarið í vinnunni frá því í eftir Páska og lítið um hlaup en hef þó náð að taka nokkra spretti inn á milli og slatta af fjallgöngum. Hef hinsvegar verið latur að skrá það.

Gott veður í dag, hátt í 20 gráður og tók ég einn hring upp á Tyven (sem er á forsíðumyndinni) og veginn heim, 18 km á 1:50 eða svo. Ennþá snjór á veginum eftir kaldan maí mánuð en nú er spáð hátt í 20 gráðum um helgina svo það er bara að dúndra vel á æfingarnar + fjallgöngur. Brattasti hluti Tyven er ekki ennþá frír af snjó en þegar það verður reynt að hlaupa þangað upp í einum strekk.