Dec 31, 2011

Nýtt ár

Hef tekið það rólega nú í haust, ætlaði að æfa betur en kvef núna síðustu 6 vikur hefur gert æfingarnar stopular. Held ég hafi aldrei verið kvefaður svona lengi áður. Hef náð nokkrum góðum dögum inn á milli en svo í sama farið þess á milli. Vantar örugglega allt koníak í mig!

2012 er ekki alveg full planlagt en ég er skráður í tvö hlaup, Rotterdam maraþon og Skåla opp, helsta "motbakke løp" Norðmanna. 8 km langt, 1820 metra hækkun. Ennþá hægt að skrá sig hér

Er skráður í lottóið í UTMB og fær svar um miðjan jan, er einnig (framarlega) á biðlista fyrir Hardrock 100, erfiðasta 100 mílna hlaupið segja þeir.
Heimasíðan hér: Hardrock 100

Svo planið 2012 lítur einhvern veginn svona út:

15. apríl Rotterdam maraþon
13. júlí Hardrock (ef ég næ inn af biðlistanum)
18. ágúst Skåla opp
25. ágúst UTMB

Reikna samt með að hafa önnur plön því að það er tæpt að ná inn í Hardrock, og gæti alveg eins dottið inn viku fyrir start!