Aug 29, 2011

The North Face® Ultra-Trail du Mont-Blanc® - Running through nature

Snilldarhlaup

Búinn að taka út minn tíu tíma svefn og allur að koma til. Ótrúlega skemmtilegt hlaup að baki með hellings af "ups and downs" og þá er ég ekki bara að tala um fjöllin. Toppurinn var svo þegar Ásgeir skilaði sér í mark á endaspretti aldarinnar!

Skrifa lýsingu á hlauoinu seinna í vikunni.

Aug 27, 2011

UTMB - Staðan

Sá rétt í þessu tilkynningu fyrir UTMB

Warning! because of the weather, the start of the UTMB was postponed on Friday until 23:30

Þannig að Ásgeir, Börkur og Höskuldur eru ekki að leggja af stað kl 18:00 heldur seinkað um 5,5 tima eða svo.

Númerin þeirra eru
Börkur: 2476
Ásgeir: 2474
Höskuldur: 3051

NÝTT: Strákarnir lögðu af stað kl 23:30 að okkar tíma.
NÝTT: Börkur kom inn á fyrstu stöð Delevret kl: 01:31
Höskuldur var þar kl 01:49
Ásgeir kl: 01:56

NÝTT kl 03:08 (að staðartíma)
Börkur kom til St. Gervais kl 02:30
Ásgeir kom þar kl: 03:06
Höskuldur kl: 03:11

Börkur er á mjög góðri siglingu og hefur unnið sig upp um ein 500 sæti frá fyrstu stöð.
2360 þátttakendur lögðu af stað í þessu hlaupi.

Delevret S-01:31 02:02:24 913
Saint Gervais S-02:29 S-02:30 03:00:47 830
Les Contamines S-03:57 04:29:04 670
La Balme S-05:25 05:56:49 520
Ref. Bonhomme S-06:49 07:20:47 468
Les Chapieux S-07:30 S-07:38 08:02:06 452
Col la Seigne S-09:41 10:12:31 417

Ásgeir byrjaði nokkuð aftarlega en er svo búinn að týna sig upp um ein 500 sæti líka.

Delevret S-01:56 02:27:40 2202
Saint Gervais S-03:06 S-03:06 03:37:36 1880
Les Contamines S-04:54 05:26:10 1758
La Balme S-06:46 07:17:27 1653
Ref. Bonhomme S-08:28 08:59:15 1610
Les Chapieux S-09:32 S-09:46 10:03:40 1722

Höskuldur er aðeins rólegri og er öðru hvoru meginn við no 2000.
Delevret S-01:49 02:20:17 1874
Saint Gervais S-03:10 S-03:11 03:41:48 1998
Les Contamines S-05:00 05:31:43 1865
La Balme S-07:11 07:42:22 2052
Ref. Bonhomme S-09:00 09:31:17 2051
Les Chapieux S-10:00 S-10:15 10:31:39 2037

Nýtt: 10:50 ísl tími.
Börkur er mættur í Courmayeur, ætlar að næra sig og halda svo ferðinni áfram.
Ásgeir var að mæta uppá fjall Col de la Seigne kl 10:23
Kl: 10:40 kom Höskuldur uppá Col de la Seigne

NÝTT: kl 11:45 Sms var að berast um breytingu á leiðinni og lengist um 4km og verður 170km.

Börkur var að fara í gengum Grand Col Ferret og er því búinn að ná hæsta toppinum á leiðinni. Er kominn í 198 sæti og heldur áfram að pikka upp fólk.
ÁSgeir og Höskuldur eru báðir farnir frá Courmayeur og allir því á ferðinni.

Kl: 20:05 kom fyrsti maður í mark Kilan Journet, Iker annar og Sebastian þriðji.

Börkur var í góðum gír í La Fouly um kl 19.

02:00
Börkur var í Champex kl 21:55, fór í nudd og nærði sig, fór þaðan út kl 23:17 eða um rúman klst.
Ásgeir er núna á leið til La Fouly, rjúkandi gangur í honum en var að spá hvort hann ætti að leggja sig smá.
Höskuldur kom 4 mínútum undir tímamörkunum í Arnuva og mætti á Col Ferret kl 01:04 OG framúr um 100 manns.
Vonandi að það gangi allt saman vel fyrir hann. Næstu tímamörk sem hann þarf að ná er í La Fouly kl 03:30

Börkur kom til Martigny kl 02:05 í sæti 165
Ásgeir kom á sama tíma til La Fouly í sæti 1142

Kl: 09:31 Börkur var í Vallorcine kl 08:32 og er á leið til Argentiére og þaðan liggur svo leiðin í mark.
Ásgeir fór frá Champex kl 7:05 og ætti því að vera í Marigny um 11:20
Höskuldur hefur hætt í Champex

Börkur mætti í mark kl 10:51 að staðartíma.
í 162 sæti, 68 í sínum aldursflokki á tímanum 35:22:57

Ásgeir var í Martigny kl 11:15

Börkur á leiðinni í mark

CCC - Staðan

Bibba og Jói eru í Courmayeur að leggja upp í CCC hlaupið sem er 98km.

En svo kom sms frá Jóa.
CCC: Important storm. Change track, directly to Bertone - Champex - Chamonix, alternative route avoiding Bovine, Catogne, Tete aux Vents. CCC verður þá 93 km með 5100m heildarhækkun.

Númerin þeirra eru
Bibba: 6279
Jói: 5320

Jói var í Champex kl 16:00 í dag (ísl tími) stoppaði þar sennilega til að nærast og er farinn á ferð aftur.
Bibba er mætt heim í Le Paradise

NÝTT 20:10 - Jói kominn til Martigny ca 60 km búnir og er í stæti 452
Annað - hér er farið að hellirigna.

NÝTT: 22.10 - Jói er kominn í Vallorcine og á því bara rétt um 14 km eftir.
Er áætlaður í mark eftir 2-3 tíma, virðist bara að vera á góðri siglingu.

Strákarnir í UTMB voru að leggja af stað út í nóttina.

NÝTT: 21:10 - Jói kominn til Argentiére, styttist og styttist í að hann mæti.
1:15 - 1:30 klst eftir.

NÝTT: 00:36 - Jói blastaði í mark á 16:33:15 er sem stendur í 323 sæti og í 98 sæti í sínum flokki.

Aug 26, 2011

Nýjasta nýtt TDS/CCC

Helga er komin í Bellevue (km 100) og á 12 km eftir. En ætti hinsvegar að detta inn í Les Houches eftir nokkrar mínútur og þaðan er ca. klukkutími í mark.

Fríða var á Col de Tricot kl: 08:00 og á ca. 3 tíma eftir í mark.

Sigga var í Les Contamines kl: 07:34 og á eftir ca. 3 tíma göngu upp í Col de Tricot og aðra þrjá tíma þaðan í mark.

Kristjana náði ekki tímamörkum á Col du Joly (80 km) en samt sem áður flott frammistaða í heitu veðri og erfiðri hlaupaleið. Hún var þá búin að vera að í tæpa 24 tíma.

Adda hætti í Comet de Roseland (km 61), einhver meiðsli að hrjá hana.

Jói var snöggur uoo í fyrstu stöð á CCC leiðinni (800m hækkun), í 381 sæti. Leiðinni var breytt þannig hópurinn fór beint upp í fjall sem þýðir biðraðir. Hann notaði tæpan klukkutíma sem er mjög gott.

Bibba var að detta inn á fyrstu stöðina líka, í sæti 1809, og var 1:29:37 þangað upp sem er ekki slæmur tími, hinsvegar eru margir fyrir framan hana og getur verið erfitt að komast framúr á einbreiðum stígum.

NÝTT kl: 12:05: Helga komin í mark og Fríða væntanleg næsta hálftímann eða svo.
Sigga kominn í Bellevue. Helga var 2,5 tíma frá Bellevue í mark svo Sigga ætti að vera þar um 14:30 að ísl. tíma.

NÝTT kl: 13:30: Fríða komin fersk í mark, Sigga er væntanleg eftir klukkutíma.
Jói kominn í La Fouly og er ca. 400 sæti, Bibba hætti í Arnuva.

Sigga kom í mark kl 14:38 að ísl tíma skælbrosandi út að eyrum.

Helga Þóra koma í mark


Fríða komin í mark


Sigga komin í mark






Aug 25, 2011

TDS - Staðan

Daníel var að detta inn fyrstur Íslendinganna í Col du Petit St-Bernard í sæti 203, Siggi var í ca. 250 sæti (La Thuile), Elísabet ca. 290 sæti. Helga Þóra og Fríða ca. 755 og 841 sæti á La Thuile).

Sigga og Kristjana voru að detta inn í La Thuile, 50/24 mín undir tímamörkum og Adda 16 mín undir.


Hæðarrit fyrir TDS

NYTT kl: 13:48: Danni hætti í Bourg St-Maurice með kálfameiðsl, Siggi Kiernan og Elísabet komu inn á sama tíma. Elísabet er 11 konan


NYTT kl: 16:36: Danni á heimleið, búið að breyta TDS leiðinni vegna veðurs og lengist hún þá um 8 km. Siggi og Elísabet ennþá fremst en hafa dottið niður í 276/277 sæti.

Sigga/Fríða/Helga eru komnar í St-Maurice, en Kristjana og Adda eiga væntanlega stutt eftir.

Nytt kl: 17:29: Allir komust til St-Maurice áður en sú stöð lokaði núna kl: 17:30. Líklega hefur breytingin á leiðinni kostað Elísabetu og Sigga nokkur sæti.

Fréttir frá þeim sem keyrðu á milli stöðva, mjög heitt var á hlaupurunum yfir daginn og voru þeir að grillast!

NÝTT 19:00: Siggi Kiernan og Elísabet voru að detta inn í Cormet de Roseland kl: 18:46, í sætum 292 og 294.
Hér er svo orðið almyrkt og hlaupararnir þurfa því að fóta sig í hlíðunum með ljósin.

Siggi og Elísabet í St.Maurice í dag, 44km búnir.



NÝTT 22.17: Siggi og Elísabet eru komin í gegnum Entre-deux-Nants og hafa náð að pikka upp einhver 20 sæti. Núna er Elísabet í 20 sæti yfir konurnar í heild - sem er frábært. Eru annars í sætum 272 og 273 í heildina.

Fríða og Helga Þóra voru í Cormet de Roseland um kl 20.55 og 20.47 - sæti 708 og 674
Sigga var að detta inn á Roseland núna kl: 22.17 - sæti 921
Kristjana og Adda þurfa eiga þá eftir að fara þar í gegn og þurfa að vera búnar að því fyrir kl 23.30
Fyrsti maður er áætlaður í mark kl. 23.18 eða eftir um klst.

NÝTT 22.50: Adda er kom í Roseland nú rétt í þessu í 958 sæti og því vel undir tímamörkin. Kristjana kom kl 22.53 í 970 sæti.

NÝTT 02.12: Elísabet og Siggi halda sig saman og voru í Les Contamines bara núna rétt í þessu, Elísabet virðist vera komin 4 sæti yfir konur í sínum aldursflokki - og enn í 20 sæti yfir fyrstu konur.
Þau eiga eftir að fara í gegnum 3 staði áður en þau koma í mark, sem að gæti tekið um 5 tíma með góðu móti en akkurat núna hafa 40 manns skilað sér í mark.

Helga Þóra og Fríða fóru í gegnum Entre-deux-Nants fyrir um 2-3 klst síðan og ná að pikka upp ansi mörg sæti milli stöðva.
Kristjana og Sigga eru með næsta checkpoint á Entre-deux-Nants, Sigga ætti sennilega að fara að detta þar inn fljótlega - og kannski klst í Kristjönu.
Adda meiddist á fæti og varð að hætta, ætti að vera að koma til byggða fljótlega.

Facebook live uppfærslurnar virðist hafa ákveðið að klára hlaupin fyrir alla, en það hefur enginn mætt í mark, uppfærslurnar virðast þó koma inn við hverja stöð en þó alltaf sem "I´ve just finished TDS" en þau eru öll úti að hlaupa í nóttinni enn.

Kristjana okkar náði ekki tímamörkunum í Col du Joly um 6 leytið í morgun.

NÝTT 06.17: Nú er allt að gerast, Siggi er á seinustu kílómetrunum, erum þannig að nú er að hoppa í brækurnar og taka á móti honum. Elísabet hefur orðið viðskila við hann og er orðin aðeins eftir á.
Fríða var í Les Contamines kl 5:39, Helga Þóra kl 05:12, Sigga var í Col du Joly kl 5:00, Kristjana hefur ekki dottið inn á Col du Joly ennþá, eða hvort hún hafi fallið á tímamörkum. Vonum það besta.
Nú skal fara og taka á móti Sigga.


NÝTT 07.35: Siggi mætti í mark á flottum tíma 23:59:25
Elísabet koma á eftir á tímanum 24:22:27.

Siggi mættur í mark


Elísabet komin í mark.





Allir komnir ´í gegnum fyrstu stöð

Allir TDS-arar hafa skilað sér á fyrstu stöð Col Chercrouit

Danni ætti að fara að detta inn á Col de la Youlaz fljótlega og strollan þá eftir honum.

TDS hlauparar

Komnir gegnum fyrstu stöðina, Danni fyrstur svo Siggi, Elísabet og Helga Þóra

Hér eru númerin, hægt að setja þau inn hér:
LIVE UTMB
Velja Fiches coureurs efst og slá inn númerin:

Helga Þóra: 8535
Elísabet: 9209
Adda: 9211
Kristjana: 8928
Sigga: 8778
Siggi: 9284
Fríða: 9249
Danni: 9104

Last dinner for TDS


Héldum sameiginlegan mat með öllum hlaupurunum í gærkvöldi en TDS hlauparar héldu af stað í morgunn. Heilmikið stuð og svo var sameiginleg myndataka við markið.

Nú er að ná í númerin og græja sig í síðasta sinn (búinn að græja sig oft síðustu daga :) ) og svo slappa af þar til ræs er kl: 18:00 (16:00 á ísl)

Aug 22, 2011

Chamonix

Kominn hingað í sjötta sinn að hlaupa, alltaf jafn gaman og ekki verra að hópurinn verður stærri með hverju árinu.

Er bara þokkalegur, smá verkur í vinstri ökla en held að það sé meira verkur í kringum öklann en öklinn sjálfur en þetta verður komið í lag fyrir föstudaginn vona ég.

Veðurspáinn hefur verið út og suður, í dag var spáð nánast vetri á laugardaginn en nú í kvöld er spáð 20 stiga hita og smá rigningu. Endar örugglega í sól og 30 stiga hita!

Aug 19, 2011

Vangelis - conquest of paradise

Þetta lag kemur manni í stuð fyrir næstu helgi

Storfjellet PB

Eftir rólega viku ákvað ég að reyna við PB upp Storfjellet, ca. 250m hækkun og 4.9 km. Fyrsti km er flatur að mestu en svo tekur hækkunin við og hlaupið eftir malarvegi upp á topp, nokkurn veginn sami halli alla leið.

Náði bætingu um 40 sek, eða 24.35 sem ég er nokkuð sáttur með enda búinn að stefna á 25 mín eða undir lengi. Fæturnir áttu meira inni en pústið ræður örugglega ekki við meira en 24:00. Þarf að æfa spretti og interval meira.

Aug 18, 2011

Spennan eykst

Flýg út á sunnudaginn svo þetta fer að styttast. Ætla að taka smá hlaup á morgunn og laugardag en svo verður hvílt að mestu fram að hlaupi. Er held ég bara í góðu ástandi en vantar örlitla hvíld til að komast yfir smá þreytu í löppunum og púlsinum í lag.

Hugsa að strategían í hlaupinu verði að vera frekar framarlega í startinu og reyna að sleppa við mesta hópinn í byrjun en slaka síðan á og taka það rólega niður fyrsta fjallið enda um að ræða skaðræðisbrekku þar niður sem klárar lærin algjörlega. Ætla því að reyna að komast vel frá henni og svo auka hraðann eftir það.

Hef verið á nánast sama tíma í Courmayeur (ca. hálft hlaup) eða 7:40-50 á laugardagsmorgni í þeim 3 hlaupum sem ég hef tekið þátt í (var stoppað í fyrra) en ætla að vera að vera aðeins fyrr á ferðinni, eða um 7.00. Held að ég geti ekki verið hraðari án þess að lenda í vandræðum seinni partinn.

Markmiðið er svo að koma góður inn í seinni helminginn og ná að hlaupa hann nokkuð skammlaust.

Ætla að einnig að reyna að stoppa sem minnst á stöðvunum, bara taka vatn, fá mér örlítið borða og fara. Hef stoppað of lengi hingað til.

Aug 15, 2011

Þreyta

Síðasta viku eða svo hefur þreyta í lærunum verið að angra mig og samhliða hefur púlsinn verið frekar hár. Átti alveg von á smá þreytu tímabili eftir æfingarnar undanfarið svo ég hef tekið því rólega og beðið eftir að ég jafnaði mig. Gekk þó hægar en ég átti von á en datt loks í gang í dag, var búinn að plana ca. 20 km túr sem byrjaði ekki vel, púlsinn hár og átti erfitt með að hlaupa upp brekkur, þolið var ekki til staðar.

Eftir 7 km fann ég púlsinn detta niður og hraðan aukast og þá vissi ég að ég væri kominn yfir þreytuna svo ég dembdi mér í næstu brekku og rúllaði létt upp hana.

Þá er bara að taka nokkrar léttar æfingar í þessari viku og taka svo góða hvíld í næstu viku.

Aug 14, 2011

UTMB 2011 - Hlaupaleiðin

UTMB Official Video - The North Face® Ultra-Trail du Mont-Blanc®

35 km langtúr (30 júlí)

Tók langtúr um daginn þ.e. langan í tíma talið en um 35 km að lengd. Hljóp fyrst upp á Storfjellet og svo þaðan hálfhring að fjallinu Tyven (en fór ekki upp á það fjall)

Kominn upp að mastrinu uppi á Storfjellet og á leið inn fjallið

UFO-inn (Flugradar)

Kominn lengra inn fjallið, UFO-inn í fjarska

Á leið til baka (á veginum milli UFO og Storfjellet)

Horft niður á malarveginn sem liggur upp á fjallið, snilldar hlaupaleið.

Tyven i fjarska, markmiðið var að fara þangað upp en ákvað að sleppa því enda grillaður eftir gott veður.

Hlaupaleiðin lá inn á eyjuna eftir veginum sem sést til hægri á myndinni.

Kominn inn á eyjuna

Að nálgast Tyven

Frekar grýtt og lítið hlaupalegt

Horft út á sundið milli Kvaloya og Söroya

Kominn niður á malarveginn sem liggur frá Tyven niður í bæ

Kominn "heim"