Jan 29, 2012

25 km

Lengsta hlaup ársins í hús, tók erfiða fótaæfingu í ræktinni í gær og fann ég töluvert fyrir henni eftir 20 km en annars var þetta bara fínt og púlsinn á góðu róli. Stefni á góða viku núna og vonandi næ ég að halda mér við efnið á næstunni. Veðrið er áfram gott, hefur ekki snjóað í tvo mánuði svo það er bara hálka og frost sem þarf að hafa áhyggjur af, mínus tíu þessa dagana eða svo. Fjallahlaup vel möguleg og ætla ég mér að nýta það eins og hægt er. UTMB uppfært: Davíð Vikarsson og Gunnar Júlísson hafa nú borgað og erum við þar með orðin 12 sem erum skráð í hlaupin þrjú.

Jan 28, 2012

Farið að birta

Birtir hratt þessa dagana eða 20 mínútur pr. dag. Þessi mynd var tekin klukkan 09:15 en það eru ekki margir dagar síðan það var kolsvarta myrkur á þessum tíma.

Jan 26, 2012

Fjallahlaup

Komst ekki inn í UTMB þetta árið en náði að skrá mig í TDS og tek þátt í því ásamt þremur öðrum, Sigga Smára, Daníel Smára og Álfheiði. Öflugt lið komst inn í UTMB, S. Kiernan, Jói S. og Ásgeir. Í CCC komust nýliðarnir Guðmundur Ólafsson og Þorlákur Jónsson inn og Elísabet Margeirsd. sem hljóp TDS með stæl í fyrra. Það verður því fín ferð til Chamonix í haust. Hef nú þegar hafið æfingar fyrir TDS og startaði með "Esjuhlaupi" í gær, hér er allt marautt ennþá og því um að gera að nýta fjöllin.
Stefnan er sett á að hlaupa það "hratt"

Jan 17, 2012

Púls

Hef verið að æfa síðan seint í nóvember eftir Maffetone aðferðinni svokölluðu, þ.e. æfa eftir formúlunni 180-aldur í púls þ.e. 141 fyrir mig og 10 slög niðurá við þ.e. æfa á bilinu 131-141 í púls. Þessi aðferð á að auka úthald (endurance) og heyri ég þríþrautarfólk t.d tala mikið um þessa aðferð á podcastinu.

Var fyrst frekar erfitt að halda sig neðan við þetta þar sem þetta þýddi að ég þurfti að hlaupa mun hægar er ég var vanur að gera. Eftir nokkur skipti var ég farinn að læra á mig og passaði að gefa vel eftir í brekkunum, jafnvel ganga þær. Allt varð smátt og smátt betra og gat ég hlaupið hraðar á æfingunum rétt fyrir jól. Tók það með ró um jólin og en þegar ég ætlaði að fara að setja æfingarnar í gang aftur milli jóla og nýárs var allt stopp, púlsinn upp í rjáfur og vart hægt að hlaupa hraðar en maður gengur í búðarrápi. Æfingarnar urðu afskaplega leiðinlegar og stytti ég þær enda þurfti ég oft að ganga á jafnsléttu til að ná púlsinum niður. Þetta hélt svo áfram í janúar og var ekkert að breytast.

Ákvað að prófa brettið í gær því þar er auðveldara að stýra púlsinum. Það varð þó ekki ferð til fjárs því púlsinn bara steig og ég þurfti að minnka hraðan til að halda mér innan marka, var á endanum kominn niður í 9,7-9,8 í hraða sem er bara upphitunarhraði. Í gær notaði ég Polar púlsmælinn í staðinn fyrir Garmin, var farinn að gruna að Garmin væri orðinn bilaður.

Í dag varð annað hinsvegar breyting, fann strax og ég lagði af stað að nú var annað upp á teningnum, og þegar ég leit á púlsmælinn eftir 100m var hann stöðugur í kringum 115 (niður brekku), á jafnsléttunni tók langan tíma að koma mér upp fyrir 131 í púls og þegar ég sló upp í 141 var ég fljótur niður fyrir aftur. Gat því hlaupið þessa æfingu nokkuð skammlaust og á ágætum hraða, eini mínusinn var að eftir hnébeygjur og framstig helgarinnar var ég með svo mikla strengi að ég óskaði þess að púlsinn hefðir beðið aðeins með það að lagast, þó það hefði ekki verið nema fram á morgunn daginn :)

Í desember var ég að hlaupa á 141 púls á ca. 5.40, sýndist ég vera um 5:30 pace í dag á sama púls þannig að það er kannski smá bæting komin þrátt fyrir leiðindi undanfarinna vikna.

Jan 11, 2012

Hummel

Fyrir langa löngu (ca. 2007) rakst ég á Hummel bol í einhverri búðinni og þótti hann fyrst og fremst flottur og efnið virtist líka vera gott. Hafði samband við Ævar hjá Hummel umboðinu og reddaði hann mér einum bol. Síðan er ég búinn að vera í þessum bol dag og nótt, á nánast hverri æfingu vor, haust og vetur og þegar kalt er á sumrin. Bolurinn er úr stretch-efni og helst ennþá sama teygjan og þegar ég keypti hann, meira að segja er teygjan við úlnliðinn ennþá góð þó ég hafi ýtt ermunum milljón sinnum upp að olnboganum. Það besta er....hann er algjörlega lyktarlaus eftir 4 ára stanslausa notkun, en ég þvæ hann bara af og til. Engin nuddvandamál t.d. við geirvörturnar.

Þessi bolur fær 10 stjörnur af 4 mögulegum :)

Næst á dagskrá er að finna sér stutterma týpuna!

Hummel baselayer jersey

Jan 4, 2012

Snjóþrúgur

Vikan byrjaði með tveimur svefnlausum nóttum og einni svefnlítilli og var því orkan eftir því, æfingar rólegar og stuttar þri og í dag. Vonandi verð ég kominn á rétt ról á morgunn og kannski ég nái morgunnhlaupi.

15 dagar þar til sólin kemur upp, alltaf viss tilhlökkun, farin að sjá bjarma á himninum og verður hann meiri með hverjum deginum sem líður.

Keypti mér snjóþrúgur sem jólagjöf handa mér, en hér er enginn snjór kominn að ráði svo það tók smá tíma að finna nægan snjó til að finna prófa þær. Voru mun léttari en ég átti von á og hljóp ég meira að segja smá spöl á þeim en þegar ég tók þær úr kassanum átti ég ekki von á að ég gæti gert það, amk ekki almennilega þar sem þær virkuðu stórar. En sökum þess hversu léttar þær eru þá var það lítið mál, en ég er nú ekki að fara að hlaupa marga km svona í byrjun, fannst 50m alveg nóg!

Hlaup þriðjudag: 10,6 km
Hlaup miðvikudag: 7 km

Jan 2, 2012

Vindur

Nú er kominn klassískur Síberíuvindur hér í Hammerfest, mínus slatti af gráðum og 20-30 m/sek. Ómögulegt að sofna síðustu nótt fyrir látunum og var því frekar þreyttur í dag og sofnaði eftir vinnu. Fór því frekar seint í ræktina og lítill tími fyrir hlaupaæfingu eftir hana. Hlaupatúrinn varð stuttur enda fokhvasst og hált. En fannst betra að taka stutta æfingu en að sleppa henni.

Ræktin: 1 klst
Hlaup: 5km

Jan 1, 2012

Fyrsta fjallganga ársins

Haustið 2010 gekk ég mikið á fjall hér í nágrenninu, 10 km leið og ca. 300m hækkun. Gerði þetta til að fá meiri fjölbreytileika í æfingarnar og gekk þá frekar greitt upp fjallið.

Fór tvisvar á milli jóla og nýárs og svo í dag. Túrinn tekur ca. 1:40.00 og hlusta ég vanalegast á podcast á meðan sem ég hleð niður á iTunes, t.d. frá Endurance Planet sem er með mörg góð podcöst eftir þríþrautarkappann Ben Greefield, einnig er Ultrarunnerpodcast með mikið af góðum viðtölum. Fínt að fá ýmsar pælingar varðandi æfingar, matarræði o.fl. meðan gengið er. Finnst einnig gott að hlusta á podcastið á löngu æfingunum.

Ætlaði líka stuttan hlaupatúr en skyndilega blés upp með bálviðri og settist ég þá bara við arininn og byrjaði lesa jólabækurnar meðan öndinn grillaðist í ofninum :)

En nú er allt frí búið og vonandi næ ég að losa mig við kvefið sem hefur verið að angra mig.

2012

Í ár ætla ég að breyta aðeins um stíl og æfa meira markvisst en ég hef gert hingað til. Hef látið líðan hvers dags ráða hraða og lengd en nú ætla ég að setja meiri fókus á æfingar með púlsmæli og skipta fyrstu 6 mánuðunum í tímabil, þ.e. uppygging (löng og róleg hlaup + tempó), síðan bæta sprettum inn í og í þriðja fasa fjallahlaup (áhersla á að safna hæðarmetrum)

Reikna með 3 mánuðum í fyrsta fasa en svo fer það eftir veðri hvernig fasi 2 og 3 verða. Vonast eftir góðu vori sem ætti að hjálpa amk með fasa 3.