Apr 26, 2012

Hælspori (Plantar fasciitis)

Hafði planlagt heilmiklar æfingar um síðustu helgi en aðfararnótt laugardags fór ég að finna fyrir kunnulegum sviða undir ilinni. Var ákveðinn að fara á æfingu samt sem áður en þegar ég vaknaði og byrjaði að ganga um fann ég sviðann aukast svo þá ákvað ég að stoppa þetta í fæðingu og fékk mér bólgueyðandi og náði í íspoka úr frystinum til að kæla auk þess sem ég notaði "gadda" kúlu til að losa aðeins um undir ilinni. Fann mun strax eftir 2 tíma en tók frí í 3 daga eftir á því ef ilin fer í drasl er árið farið. Betra að fórna 3 dögum! Stefni því að nú á góðar æfingar um helgina, spáð ágætis veðri svo það er um að gera að drífa sig á fjöll!

Apr 15, 2012

Skíði og þrúgur

Þessi helgi fór í tvo góða túra inn á fjöllin, fyrst á gönguskíðum á laugardaginn og svo á þrúgum í dag.

Gekk vel til að byrja með á gönguskíðunum en eftir 7 km þyngdist færið og var erfitt að Svartfjellet auk þess sem veruleg hækkun er á leiðinni en toppurinn á fjallinu var í um 600m hæð. Þar sem þetta var fyrsti skíðatúr vetrarins tók þetta vel í og var gjörsamlega búinn á því þegar ég kom heim eftir 5 klst basl og 28 km göngu.

Í morgunn vaknaði ég frekar straujaður og göngulagið undarlegt fyrstu mínúturnar en það jafnaði sig. Vaknaði frekar seint og dreif mig út um hádegið og nú var stefnan sett á þrúgutúr, sömu leið og í gær. Gekk bara ágætlega en snéri við rétt áður en ég kom að fjallinu, sá að ég kæmi seint heim ef ég héldi áfram. Var frekar þreyttur síðustu metrana en ef eitthvað er góð æfing þá er það að ganga á þrúgum í djúpum snjó!

Skíði:
27,91 km
4:51:08 klst
872 m heildarhækkun
Þrúgur:
24,03 km
5:18:16 klst
739 m heildarhækkun

Apr 9, 2012

Áfram hlaupið

Fór út rétt fyrir hádegi í sól og blíðu og skokkaði tæpa 20 km. Leið betur en í gær en ákvað að fara ekki lengra en 20 km til að ofgera ekki hamstringinum sem hefur þó verið til friðs í dag, hef reynt að teygja eins og ég get á honum til að losna við stífleikann. Undir kvöld skellti ég mér á þrúgunum upp í fjall og tók hraða 10 km eftir vélsleðaslóð. Tók vel í og var á ágætispúls þegar best lét.

Hlaup:
19,3 km
1:52:16 klst
259 m heildarhækkun
Þrúgur:
10 km
2:02:11 klst
309 m í heildarhækkun

Á morgunn er meiningin að taka fram gönguskíðin og "æfa" aðeins fyrir Svartfjellrennet sem er á sunnudaginn, 32 km. Er eiginlega bara 16 km því heimleiðin er bara niðurámóti og því ekki mikil fyrirhöfn.

Apr 8, 2012

Hlaup

Skokkaði 19 km í dag, ætlaði aðeins lengra og svo einn túr á þrúgurnar en fann vel til í hamstringinum í vinstra lærinu svo ég lét 19 km duga og er enn að velta fyrir mér að hvort ég eigi að fara einn túr í kvöld á þrúgurnar en læt það líklega bíða til morgunns, er ennþá töluvert aumur nú kl: 20:00. Reyndi að halda mér á púls 130-140 Hlaup: 19.06 km Tími: 1:50:21 Heildarhækkun: 228 m