Apr 14, 2011

Þreytt æfing

Eitthvað vantaði upp á stuðið í dag en náði tæpum 20 km en þá var líka öll orkan farin. Skreið heim og beint upp á flugvöll að ná í íslenskan starfsmann sem ætlar að vera hér í viku að vinna.

Enn nokkrir dagar í að fjallaleiðirnar opnist, prófa þær þegar ég kem heim eftir Páska.

Hlaup: 19.7 km

Apr 12, 2011

Nudd

Búinn að fara í þónokkra nuddtíma undanfarið og búinn að láta nuddarann níðast á vöðvum og sinum í lærum og kálfum og er það að skila góðum árangri . Þægilegur æfingahraði er nú í kringum 4:30-4.45 í stað 5:15 fyrir 2-3 vikum síðan.

Fjöldi nuddtíma hefur ekkert með það að gera að nuddarinn er mjög falleg lettnesk dama :)

Hlaup í dag: 15,7 km



Apr 11, 2011

Langt stopp

Skellti mér í frí til Kristiansand um daginn og hljóp aðeins þar enda fínt veður, sól og blíða. Hef síðan hlaupið lítið enda búið að vera mikið rót í vinnunni, fundir, breytingar og framleiðslustopp sem varð meðal annars til þess að ég þurfti að mæta fyrir 6 á laugardagsmorgunn í vinnuna og vinna til fjögur og svo aðra átta tíma törn á sunnudeginum. Vona að þetta sé frá og ég nái að æfa eitthvað af viti hér eftir.

11.7 km í kvöld, náði ágætis hraða inn á milli en var samt að reyna að halda jöfnu álagi. Formið er alveg nothæft....!