Feb 5, 2012

-18,5 gráður

Helgin fraus og fór kuldin niður í 18,5 gráður í mínus og ekki bara það, heldur skall á stormur með´í. Varð samt að taka smá hlaup úti bara svona til að tékka á frostinu og klæddi mig í vindþéttan og þykkan klæðnað hátt og lágt og skokkaði nokkra km en mikið svakalega var kalt! Skreið svo heim stofu og hef legið hér undir feldi í allan dag enda hafa norsk hús ekki einangrun og vanalegast jafnhvasst inni og úti....! Morgundagurinn verður svipaður en svo á að fara í plúsgráður seinna í vikunni.

No comments:

Post a Comment