Mar 10, 2012

"vetur"

Hann hefur verið frekar aumingjalegur veturinn hér í Noregi, bara smá snjór hér og þar. Ekki hefur verið hægt að fara á skíði nema stysta hringinn í gönguskíðabrautinni sem ég hef ekki nennt að ganga, brautin er þannig að maður gengur upp brekku, rennir sér niður hinum meginn og svo upp brekkuna þar á eftir o.s.frv. Ekki sléttur blettur svo gangan verður frekar leiðinleg. Þegar nægur snjór er hefur verið gert spor inn að skála inn á fjöllunum ca. 5 km önnur leið en sökum snjóleysis hefur það ekki verið gert í vetur, fór um síðustu helgi þessa leið á snjóþrúgum og það svona rétt slapp innan um grjótið en margir fóru á skíðum hafa örugglega komið með nokkrar vænar rispur heim. Undanfarna daga hefur sólin brotist fram og þótt það hafi ekki verið heitt hefur sólin náð að bræða snjóinn töluvert og í dag var leiðin orðin auð á stórum köflum og vötnin sem farið er yfir orðin snjólaus og bara ísskán yfir þeim. Vona að veturinn hangi nokkra vikur til, enda þrælfínt að ganga á snjóþrúgum um fjöllin, fínast æfing!

1 comment:

  1. Kristinn SverrissonMarch 17, 2012 at 11:39 PM

    Sæll Börkur,
    á ekkert að fylla inn á hlaup.com. sakna þín þar.

    kveðja úr Kópavogi
    Kristinn

    ReplyDelete