Mar 24, 2012
Bear Mountain
Eftir la la viku þar sem magaverkir voru að hrjá mig eftir að hafa borðað eitthvað vafasamt þá skrölti ég 30 km í dag. Fyrsta 30 km hlaupið á árinu. Kom mér á óvart hvað ég var ferskur eftir hlaupið og hefði alveg getað rúllað nokkra km í viðbót.
Orsökin fyrir þessum ferskleika var skráning í Bear Mountain hlaupið sem er eitt af hlaupunum sem mynda The North Face Endurance Challenge. 50 mílna hlaup svo það var bara að skella sér í gírinn einn tveir og bingó. Hef verið að lyfta vel í vetur og fann ég að það var að koma sterkt inn núna.
Stefni á að enda vikuna í ca. 100 km.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment