Apr 9, 2012

Áfram hlaupið

Fór út rétt fyrir hádegi í sól og blíðu og skokkaði tæpa 20 km. Leið betur en í gær en ákvað að fara ekki lengra en 20 km til að ofgera ekki hamstringinum sem hefur þó verið til friðs í dag, hef reynt að teygja eins og ég get á honum til að losna við stífleikann. Undir kvöld skellti ég mér á þrúgunum upp í fjall og tók hraða 10 km eftir vélsleðaslóð. Tók vel í og var á ágætispúls þegar best lét.

Hlaup:
19,3 km
1:52:16 klst
259 m heildarhækkun
Þrúgur:
10 km
2:02:11 klst
309 m í heildarhækkun

Á morgunn er meiningin að taka fram gönguskíðin og "æfa" aðeins fyrir Svartfjellrennet sem er á sunnudaginn, 32 km. Er eiginlega bara 16 km því heimleiðin er bara niðurámóti og því ekki mikil fyrirhöfn.

No comments:

Post a Comment