Apr 15, 2012

Skíði og þrúgur

Þessi helgi fór í tvo góða túra inn á fjöllin, fyrst á gönguskíðum á laugardaginn og svo á þrúgum í dag.

Gekk vel til að byrja með á gönguskíðunum en eftir 7 km þyngdist færið og var erfitt að Svartfjellet auk þess sem veruleg hækkun er á leiðinni en toppurinn á fjallinu var í um 600m hæð. Þar sem þetta var fyrsti skíðatúr vetrarins tók þetta vel í og var gjörsamlega búinn á því þegar ég kom heim eftir 5 klst basl og 28 km göngu.

Í morgunn vaknaði ég frekar straujaður og göngulagið undarlegt fyrstu mínúturnar en það jafnaði sig. Vaknaði frekar seint og dreif mig út um hádegið og nú var stefnan sett á þrúgutúr, sömu leið og í gær. Gekk bara ágætlega en snéri við rétt áður en ég kom að fjallinu, sá að ég kæmi seint heim ef ég héldi áfram. Var frekar þreyttur síðustu metrana en ef eitthvað er góð æfing þá er það að ganga á þrúgum í djúpum snjó!

Skíði:
27,91 km
4:51:08 klst
872 m heildarhækkun
Þrúgur:
24,03 km
5:18:16 klst
739 m heildarhækkun

No comments:

Post a Comment