Mar 5, 2011

TransGranCanaria

Saga og Sigrún tilbúnar í 43 km

Þá ættu 123 km hlaupararnir að vera farnir af stað. Ekki er enn kominn hlekkur á tíma á stöðvum svo ég hendi mér í rúmið og kíki frekar á þau snemma í fyrramálið og fylgist með fram eftir degi.

Á síðu hlaupsins þar sem tímarnir eiga að birtast er ekkert að gerast nú klukkan að verða níu.

En fregnir að utan (kl: 07:00) voru að Siggi var búinn með 43 km, Fríða með 36 km og Jói var síðan að koma inn á Tunte stöðina (km 42) fyrir stutt.

Var að fá fréttir um að nóttin hefði verið frekar erfið, mikil rigning í ca. 2 tíma og kalt. Helga Þóra er nú komin á km 46 og síðast fréttist af Christine og Maríu þar sem þær hurfu út í nóttina á miklum hraða.

Mynd af Sigga og Jóa á Facebook

kl: 10:15 var Siggi kominn í 61 km og Helga Þóra 55 km, úrslitasíðan ekki enn komin í gagnið svo það er bara treyst á stopul SMS.

Klukkan 10:57 að íslenskum tíma var Jói kominn 57 km og kl. 10:00 var Fríða komin 54 km.

Var að fá skilaboð núna kl: 12:00: Jói á km 62 og hálfnaður með hlaupið, Christine og María á undan og Fríða/Helga á eftir. Anna Sigríður er líklega á undan líka.

Saga og Sigrún eru líka í góðum gír, sólin farin og orðið skýjað og þægilegt.

Fríða og Helga nú hálfnaðar

Fékk SMS frá Sigga, var kominn á km 78 og var dálítið þreyttur, líklega tekur hádagurinn vel í enda vel heitt þarna.

Zigor Iturrieta, vann víst TGC 123 km á 13 tímum, 20 mínútum, annar varð Nemeth Csaba og þriðji Sebastian Chaigneau. Ruglaði saman áðan hlaupurum úr 96 km hlaupinu.

Helga Þóra um mitt hlaup:


Saga hringdi og átti 7 km eftir af 43,7, var í fínum málum en það hefur ringt dálítið og seinni hluti hlaupsins er erfiðari en sá fyrri.

Saga farin að sjá "heim" þ.e. Las Palmas.


Sigrún og Saga kláruðu hlaupið á ca. 8:30 til 9:30, hef ekki fengið nákvæmari tíma ennþá.

Kominn aftur, skrapp aðeins frá í heimsókn!

kl: 22:00 átti Jói 25 km eftir og Fríða/Helga Þóra voru þar skammt á eftir eða að detta í 100 km. Gríðarleg rigning hefur verið að angra þau síðustu klukkutíma en vonandi að það stytti upp síðustu kílómetrana.

Grein um Íslendingana á fréttasíðu Kanarí eyja (nú með réttum tengli!)

Nú klukkan 23:30 var Helga að ná Jóa og líklegt að þau fylgist eitthvað að í rigningunni og myrkrinu. Hef ekkert frétt að hlaupurunum frá Grindavík.

Siggi var að klára að sögn erfiðasta hlaup sem hann hefur tekið þátt í, var tæplega 24 tíma. Mikil rigning og drulla síðustu 50 kílómetrana eða svo gerði hlaupurum erfitt fyrir.

Elísabet varð fjórða konan í 24 km hlaupinu og fyrsta í sínum aldursflokki. Glæsilegt hjá henni.

Christine, Anna Sigríður og María frá Grindavík eru líklega í kringum km 110 eða svo.

Greinilegt að hlaupahaldarar vita vel af ástandinu upp í fjöllunum þar sem rigning, kuldi og þreyta hrjáir nú hlauparana og bíða þeir nú eftir að þeir skili sér niður þ.e. þeir sem ekki hafa hætt vegna aðstæðnanna.

Þá eru Helga Þóra og Jói mætt, á 28:xx tímum. Glæsilegt hjá þeim að ljúka sínu fyrsta 100 km+ hlaupi við þessar erfiðu aðstæður sem voru í lokin. Hef ennþá ekki heyrt hvernig þetta endaði hjá hinum þ.e. Fríðu, Christine, Maríu og Önnu Sigríði.

Síðustu fréttir eru þær að Christine, María og Anna Sigríður og Helga kláruðu saman á ca. 29 tímum en Fríða hætti eftir 100 km.

Úrslitin ekki komin á netið ennþá svo ég veit ekki hvernig öðrum gekk sem voru í 24/42 km hlaupunum fyrir utan Sögu/Sigrúnu/Elísabetu.

P.s. ef einhver nennir að henda inn kommenti þá væri það vel þegið bara til að vita að kommenta kerfið virkar :)

1 comment:

  1. Kerfið virkar... takk fyrir upplýsingarnar.

    Reynir

    ReplyDelete