Skellti mér í þetta hlaup með stuttum fyrirvara þar sem ég sá það auglýst á netinu stuttu áður en ég fór í sumarfrí. Þetta er bæði heilt og hálft hlaup þ.e. 37/75 km. Ákvað að taka bjartsýnina á þetta og skrá mig í 75 km en þar sem sem þetta hlaup var haldið vikuna fyrir Laugaveginn þá var ég ekki alveg viss um að það væri góð hugmynd að fara heilt, en það færi þó eftir leiðinni.
Leiðin reyndist mjög krefjandi og skemmtileg, í skóg og fjalllendi og hæsta fjallið var 1304m. Hún var vel merkt og ekkert vandamál að rata. Leiðirnar upp og niður fjöllin voru nokkuð brattar og stundum vel grýtt á niðurleiðinni að ekki sé minnst á bleytuna en oft þurfti að hlaupa yfir mýrafláka og hætti maður fljótt að hugsa um að fá ekkert í skónna því ekki var óalgengt að sökkva upp á miðja kálfa.
Eftir 4 tíma fór ég að fá krampa og ágerðust þeir bara í restina, þótt ég drykki vatn og fengi mér salttöflur, vel heitt var á svæðinu eða 20+ gráður og sól. Ákvað að láta hálft hlaup gott heita í ár en hef áhuga á að dúndra á heilt hlaup að ári. Seinni hlutinn á að vera "léttari" að mér skilst.
Allt í allt, snilldarhlaup og vel að verki staðið hjá fámennu sveitarfélagi hér í Noregi, mikill áhugi að fá fleiri hlaupara (voru 86 total) og líkur á að Norðmenn komi með sína bestu að ári.
Leiðin í 3D
Heimasíða hlaupsins
No comments:
Post a Comment