Jul 14, 2011

Laugavegur 2011

Kominn heim og farinn að hlakka til Laugavegsins, er ekki í neinu sérstöku formi en læt það samt ekkert aftra mér, dúndra bara á þetta að venju og svo verður bara að koma í ljós hvernig maður hefur það niður úr Emstrunum. Reikna með fjölda manns í sub 5:30 enda veðurspá hagstæð.

Ætla ekki að carbólóda, eða amk alveg að lágmarki og fara þetta bara á nokkrum gelum. Carbólódaði ekkert fyrir hlaupið í Noregi og náði að halda ágætisorkulevel á 5 gelum (í tæpa 7 tíma) svo ég ætla að testa þetta aftur. Munurinn á hlaupunum er þó sá að Laugavegurinn er mun hraðari og verður að koma í ljós hvernig það fer...!

Óska annars öllum góðrar bætingar og þeim sem eru að fara í sitt fyrsta hlaup góðs gengis, alltaf gaman að klára þetta hlaup!

KOMASO!

No comments:

Post a Comment