Jul 2, 2011

Storfjellet & Tyven

Frá íbúðinni minni get ég hlaupið á tvö fjöll hér skammt frá, bæði eru 400m há en leiðin á Storfjellet er 5 km löng og á Tyven 7,5 km. Íbúðin er í 100m hys svo það er minni hækkun upp á Storfjellet sem er hér ofar í brekkunni, til að fara á Tyven þarf ég að hlaupa niður að sjávarmáli fyrst. Báðar leiðirnar eru skemmtilegar, þótt mér fynnist leiðin á Tyven skemmtilegri enda meira utanvegar og brött í restina og tekur vel á, hún er líka passlega löng eða 18 km á móti 10 km.

Skaust á Storfjellet áðan og náði að bæta tímann, var 26:41 á móti mínu gamla PB 28:00. Hef grun um að ég geti farið undir 25 mín strax eftir sumarfrí. Stefni hinsvegar á 42 mín á Tyven, en ég á um 47 mín núna.

Stefnt á að ná þessu fyrir 1. ágúst, 7, 9, 13!

No comments:

Post a Comment