Jan 1, 2012

Fyrsta fjallganga ársins

Haustið 2010 gekk ég mikið á fjall hér í nágrenninu, 10 km leið og ca. 300m hækkun. Gerði þetta til að fá meiri fjölbreytileika í æfingarnar og gekk þá frekar greitt upp fjallið.

Fór tvisvar á milli jóla og nýárs og svo í dag. Túrinn tekur ca. 1:40.00 og hlusta ég vanalegast á podcast á meðan sem ég hleð niður á iTunes, t.d. frá Endurance Planet sem er með mörg góð podcöst eftir þríþrautarkappann Ben Greefield, einnig er Ultrarunnerpodcast með mikið af góðum viðtölum. Fínt að fá ýmsar pælingar varðandi æfingar, matarræði o.fl. meðan gengið er. Finnst einnig gott að hlusta á podcastið á löngu æfingunum.

Ætlaði líka stuttan hlaupatúr en skyndilega blés upp með bálviðri og settist ég þá bara við arininn og byrjaði lesa jólabækurnar meðan öndinn grillaðist í ofninum :)

En nú er allt frí búið og vonandi næ ég að losa mig við kvefið sem hefur verið að angra mig.

No comments:

Post a Comment