Jan 4, 2012

Snjóþrúgur

Vikan byrjaði með tveimur svefnlausum nóttum og einni svefnlítilli og var því orkan eftir því, æfingar rólegar og stuttar þri og í dag. Vonandi verð ég kominn á rétt ról á morgunn og kannski ég nái morgunnhlaupi.

15 dagar þar til sólin kemur upp, alltaf viss tilhlökkun, farin að sjá bjarma á himninum og verður hann meiri með hverjum deginum sem líður.

Keypti mér snjóþrúgur sem jólagjöf handa mér, en hér er enginn snjór kominn að ráði svo það tók smá tíma að finna nægan snjó til að finna prófa þær. Voru mun léttari en ég átti von á og hljóp ég meira að segja smá spöl á þeim en þegar ég tók þær úr kassanum átti ég ekki von á að ég gæti gert það, amk ekki almennilega þar sem þær virkuðu stórar. En sökum þess hversu léttar þær eru þá var það lítið mál, en ég er nú ekki að fara að hlaupa marga km svona í byrjun, fannst 50m alveg nóg!

Hlaup þriðjudag: 10,6 km
Hlaup miðvikudag: 7 km

2 comments:

  1. Sælir,
    seturðu ekki hlaupin inn á hlaup.com
    kv.Kristinn Sv

    ReplyDelete
  2. Hi
    Where could I buy a pair of snowshoes like those ones in the picture (or similar, up to 90kg.) here in Iceland? Possibly used ones.
    Thank you. Best regards.

    ReplyDelete