Í ár ætla ég að breyta aðeins um stíl og æfa meira markvisst en ég hef gert hingað til. Hef látið líðan hvers dags ráða hraða og lengd en nú ætla ég að setja meiri fókus á æfingar með púlsmæli og skipta fyrstu 6 mánuðunum í tímabil, þ.e. uppygging (löng og róleg hlaup + tempó), síðan bæta sprettum inn í og í þriðja fasa fjallahlaup (áhersla á að safna hæðarmetrum)
Reikna með 3 mánuðum í fyrsta fasa en svo fer það eftir veðri hvernig fasi 2 og 3 verða. Vonast eftir góðu vori sem ætti að hjálpa amk með fasa 3.
No comments:
Post a Comment