Apr 26, 2012
Hælspori (Plantar fasciitis)
Hafði planlagt heilmiklar æfingar um síðustu helgi en aðfararnótt laugardags fór ég að finna fyrir kunnulegum sviða undir ilinni. Var ákveðinn að fara á æfingu samt sem áður en þegar ég vaknaði og byrjaði að ganga um fann ég sviðann aukast svo þá ákvað ég að stoppa þetta í fæðingu og fékk mér bólgueyðandi og náði í íspoka úr frystinum til að kæla auk þess sem ég notaði "gadda" kúlu til að losa aðeins um undir ilinni. Fann mun strax eftir 2 tíma en tók frí í 3 daga eftir á því ef ilin fer í drasl er árið farið. Betra að fórna 3 dögum!
Stefni því að nú á góðar æfingar um helgina, spáð ágætis veðri svo það er um að gera að drífa sig á fjöll!
Apr 15, 2012
Skíði og þrúgur
Þessi helgi fór í tvo góða túra inn á fjöllin, fyrst á gönguskíðum á laugardaginn og svo á þrúgum í dag.
Gekk vel til að byrja með á gönguskíðunum en eftir 7 km þyngdist færið og var erfitt að Svartfjellet auk þess sem veruleg hækkun er á leiðinni en toppurinn á fjallinu var í um 600m hæð. Þar sem þetta var fyrsti skíðatúr vetrarins tók þetta vel í og var gjörsamlega búinn á því þegar ég kom heim eftir 5 klst basl og 28 km göngu.
Í morgunn vaknaði ég frekar straujaður og göngulagið undarlegt fyrstu mínúturnar en það jafnaði sig. Vaknaði frekar seint og dreif mig út um hádegið og nú var stefnan sett á þrúgutúr, sömu leið og í gær. Gekk bara ágætlega en snéri við rétt áður en ég kom að fjallinu, sá að ég kæmi seint heim ef ég héldi áfram. Var frekar þreyttur síðustu metrana en ef eitthvað er góð æfing þá er það að ganga á þrúgum í djúpum snjó!
Skíði:
27,91 km
4:51:08 klst
872 m heildarhækkun
Þrúgur:
24,03 km
5:18:16 klst
739 m heildarhækkun
Gekk vel til að byrja með á gönguskíðunum en eftir 7 km þyngdist færið og var erfitt að Svartfjellet auk þess sem veruleg hækkun er á leiðinni en toppurinn á fjallinu var í um 600m hæð. Þar sem þetta var fyrsti skíðatúr vetrarins tók þetta vel í og var gjörsamlega búinn á því þegar ég kom heim eftir 5 klst basl og 28 km göngu.
Í morgunn vaknaði ég frekar straujaður og göngulagið undarlegt fyrstu mínúturnar en það jafnaði sig. Vaknaði frekar seint og dreif mig út um hádegið og nú var stefnan sett á þrúgutúr, sömu leið og í gær. Gekk bara ágætlega en snéri við rétt áður en ég kom að fjallinu, sá að ég kæmi seint heim ef ég héldi áfram. Var frekar þreyttur síðustu metrana en ef eitthvað er góð æfing þá er það að ganga á þrúgum í djúpum snjó!
Skíði:
27,91 km
4:51:08 klst
872 m heildarhækkun
Þrúgur:
24,03 km
5:18:16 klst
739 m heildarhækkun
Apr 9, 2012
Áfram hlaupið
Fór út rétt fyrir hádegi í sól og blíðu og skokkaði tæpa 20 km. Leið betur en í gær en ákvað að fara ekki lengra en 20 km til að ofgera ekki hamstringinum sem hefur þó verið til friðs í dag, hef reynt að teygja eins og ég get á honum til að losna við stífleikann.
Undir kvöld skellti ég mér á þrúgunum upp í fjall og tók hraða 10 km eftir vélsleðaslóð. Tók vel í og var á ágætispúls þegar best lét.
Hlaup:
19,3 km
1:52:16 klst
259 m heildarhækkun
Þrúgur:
10 km
2:02:11 klst
309 m í heildarhækkun
Á morgunn er meiningin að taka fram gönguskíðin og "æfa" aðeins fyrir Svartfjellrennet sem er á sunnudaginn, 32 km. Er eiginlega bara 16 km því heimleiðin er bara niðurámóti og því ekki mikil fyrirhöfn.
Hlaup:
19,3 km
1:52:16 klst
259 m heildarhækkun
Þrúgur:
10 km
2:02:11 klst
309 m í heildarhækkun
Á morgunn er meiningin að taka fram gönguskíðin og "æfa" aðeins fyrir Svartfjellrennet sem er á sunnudaginn, 32 km. Er eiginlega bara 16 km því heimleiðin er bara niðurámóti og því ekki mikil fyrirhöfn.
Apr 8, 2012
Hlaup
Skokkaði 19 km í dag, ætlaði aðeins lengra og svo einn túr á þrúgurnar en fann vel til í hamstringinum í vinstra lærinu svo ég lét 19 km duga og er enn að velta fyrir mér að hvort ég eigi að fara einn túr í kvöld á þrúgurnar en læt það líklega bíða til morgunns, er ennþá töluvert aumur nú kl: 20:00.
Reyndi að halda mér á púls 130-140
Hlaup: 19.06 km
Tími: 1:50:21
Heildarhækkun: 228 m
Apr 7, 2012
Þrúguferð númer #3
Hvessti vel í nótt og pakkaði stormurinn snjónum vel saman svo ég sökk ekki mjög mikið í snjóinn í þessari ferð ólíkt gærdeginum. Lengdi því leiðina upp í rúma 17 km.
Þrúgur:
17.2 km
4:10:00
511 m í heildarhækkun
Apr 6, 2012
Þrúguferð númer #2
Þegar ég leit út í morgunn hafði snjóað 15 cm í viðbót ofan á þann hálfa meter sem komið hefur síðustu dagana. Það leit því út fyrir að ferðalag dagsins yrði erfiðar fyrir vikið.
Fór af stað rúmlega 11 og ætlaði sömu leið og í gær og bæta nokkrum km við ef aðstæður leyfðu. Færið var frá fyrsta skrefi mun erfiðara en í gær og sökk ég í hverju skrefi 25-30 cm og sumstaðar upp að hné. Þegar ég kom upp að kofanum fann ég að ég hafði ekkert að gera með að fara lengra, fékk mér smá að borða áður en ég snéri við og notaðist við Garmin að halda mér á réttri leið heim en af og til blés hressilega svo skyggnið varð núll og öll spor hurfu. Hef gengið töluvert á þrúgunum í vetur en það var mest á hörðum snjó, nú þegar lyfta þarf fótunum upp úr djúpum sporunum verður æfingin 5x erfiðari en ætti að skila sér í fjöllunum í sumar.
Þrúgur:
13.01 km
4:01.07 klst
444 m heildarhækkun
Þrúguferð #2
Fór af stað rúmlega 11 og ætlaði sömu leið og í gær og bæta nokkrum km við ef aðstæður leyfðu. Færið var frá fyrsta skrefi mun erfiðara en í gær og sökk ég í hverju skrefi 25-30 cm og sumstaðar upp að hné. Þegar ég kom upp að kofanum fann ég að ég hafði ekkert að gera með að fara lengra, fékk mér smá að borða áður en ég snéri við og notaðist við Garmin að halda mér á réttri leið heim en af og til blés hressilega svo skyggnið varð núll og öll spor hurfu. Hef gengið töluvert á þrúgunum í vetur en það var mest á hörðum snjó, nú þegar lyfta þarf fótunum upp úr djúpum sporunum verður æfingin 5x erfiðari en ætti að skila sér í fjöllunum í sumar.
Þrúgur:
13.01 km
4:01.07 klst
444 m heildarhækkun
Þrúguferð #2
Þrúguferð númer #1 um Páskana
Það hefur snjóað alveg helling síðustu dag eftir nánast snjólausan vetur og markmið fyrir Páskana var að ganga amk í 3-4 tíma á dag. Fór í dag inn að Glimmevannshytta sem er ca. 13-14 km fram og til baka.
Snjódýptin gerði ferðina ansi krefjandi og var ekki mikið á tanknum þegar ég kom niður í bílinn eftir tæpar 4 klst. Þræddi allar brekkur sem urðu á vegi mínum.
Þrúgur fimmtudagur:
14.17 km
3:44.57 klst
521 m heildarhækkun
Hlaup um kvöldið:
11.19 km
1:08:00 klst
Var ekki mikil orka eftir fyrir hlaupið
Þrúguferð #1 at Garmin Connect - Details
Snjódýptin gerði ferðina ansi krefjandi og var ekki mikið á tanknum þegar ég kom niður í bílinn eftir tæpar 4 klst. Þræddi allar brekkur sem urðu á vegi mínum.
Þrúgur fimmtudagur:
14.17 km
3:44.57 klst
521 m heildarhækkun
Hlaup um kvöldið:
11.19 km
1:08:00 klst
Var ekki mikil orka eftir fyrir hlaupið
Þrúguferð #1 at Garmin Connect - Details
Subscribe to:
Posts (Atom)