Apr 6, 2012

Þrúguferð númer #2

Þegar ég leit út í morgunn hafði snjóað 15 cm í viðbót ofan á þann hálfa meter sem komið hefur síðustu dagana.  Það leit því út fyrir að ferðalag dagsins yrði erfiðar fyrir vikið.

Fór af stað rúmlega 11 og ætlaði sömu leið og í gær og bæta nokkrum km við ef aðstæður leyfðu.  Færið var frá fyrsta skrefi mun erfiðara en í gær og sökk ég í hverju skrefi 25-30 cm og sumstaðar upp að hné.   Þegar ég kom upp að kofanum fann ég að ég hafði ekkert að gera með að fara lengra, fékk mér smá að borða áður en ég snéri við og notaðist við Garmin að halda mér á réttri leið heim en af og til blés hressilega svo skyggnið varð núll og öll spor hurfu. Hef gengið töluvert á þrúgunum í vetur en það var mest á hörðum snjó, nú þegar lyfta þarf fótunum upp úr djúpum sporunum verður æfingin 5x erfiðari en ætti að skila sér í fjöllunum í sumar.

Þrúgur:
13.01 km
4:01.07 klst
444 m heildarhækkun

Þrúguferð #2

No comments:

Post a Comment