Aug 25, 2011

TDS - Staðan

Daníel var að detta inn fyrstur Íslendinganna í Col du Petit St-Bernard í sæti 203, Siggi var í ca. 250 sæti (La Thuile), Elísabet ca. 290 sæti. Helga Þóra og Fríða ca. 755 og 841 sæti á La Thuile).

Sigga og Kristjana voru að detta inn í La Thuile, 50/24 mín undir tímamörkum og Adda 16 mín undir.


Hæðarrit fyrir TDS

NYTT kl: 13:48: Danni hætti í Bourg St-Maurice með kálfameiðsl, Siggi Kiernan og Elísabet komu inn á sama tíma. Elísabet er 11 konan


NYTT kl: 16:36: Danni á heimleið, búið að breyta TDS leiðinni vegna veðurs og lengist hún þá um 8 km. Siggi og Elísabet ennþá fremst en hafa dottið niður í 276/277 sæti.

Sigga/Fríða/Helga eru komnar í St-Maurice, en Kristjana og Adda eiga væntanlega stutt eftir.

Nytt kl: 17:29: Allir komust til St-Maurice áður en sú stöð lokaði núna kl: 17:30. Líklega hefur breytingin á leiðinni kostað Elísabetu og Sigga nokkur sæti.

Fréttir frá þeim sem keyrðu á milli stöðva, mjög heitt var á hlaupurunum yfir daginn og voru þeir að grillast!

NÝTT 19:00: Siggi Kiernan og Elísabet voru að detta inn í Cormet de Roseland kl: 18:46, í sætum 292 og 294.
Hér er svo orðið almyrkt og hlaupararnir þurfa því að fóta sig í hlíðunum með ljósin.

Siggi og Elísabet í St.Maurice í dag, 44km búnir.



NÝTT 22.17: Siggi og Elísabet eru komin í gegnum Entre-deux-Nants og hafa náð að pikka upp einhver 20 sæti. Núna er Elísabet í 20 sæti yfir konurnar í heild - sem er frábært. Eru annars í sætum 272 og 273 í heildina.

Fríða og Helga Þóra voru í Cormet de Roseland um kl 20.55 og 20.47 - sæti 708 og 674
Sigga var að detta inn á Roseland núna kl: 22.17 - sæti 921
Kristjana og Adda þurfa eiga þá eftir að fara þar í gegn og þurfa að vera búnar að því fyrir kl 23.30
Fyrsti maður er áætlaður í mark kl. 23.18 eða eftir um klst.

NÝTT 22.50: Adda er kom í Roseland nú rétt í þessu í 958 sæti og því vel undir tímamörkin. Kristjana kom kl 22.53 í 970 sæti.

NÝTT 02.12: Elísabet og Siggi halda sig saman og voru í Les Contamines bara núna rétt í þessu, Elísabet virðist vera komin 4 sæti yfir konur í sínum aldursflokki - og enn í 20 sæti yfir fyrstu konur.
Þau eiga eftir að fara í gegnum 3 staði áður en þau koma í mark, sem að gæti tekið um 5 tíma með góðu móti en akkurat núna hafa 40 manns skilað sér í mark.

Helga Þóra og Fríða fóru í gegnum Entre-deux-Nants fyrir um 2-3 klst síðan og ná að pikka upp ansi mörg sæti milli stöðva.
Kristjana og Sigga eru með næsta checkpoint á Entre-deux-Nants, Sigga ætti sennilega að fara að detta þar inn fljótlega - og kannski klst í Kristjönu.
Adda meiddist á fæti og varð að hætta, ætti að vera að koma til byggða fljótlega.

Facebook live uppfærslurnar virðist hafa ákveðið að klára hlaupin fyrir alla, en það hefur enginn mætt í mark, uppfærslurnar virðast þó koma inn við hverja stöð en þó alltaf sem "I´ve just finished TDS" en þau eru öll úti að hlaupa í nóttinni enn.

Kristjana okkar náði ekki tímamörkunum í Col du Joly um 6 leytið í morgun.

NÝTT 06.17: Nú er allt að gerast, Siggi er á seinustu kílómetrunum, erum þannig að nú er að hoppa í brækurnar og taka á móti honum. Elísabet hefur orðið viðskila við hann og er orðin aðeins eftir á.
Fríða var í Les Contamines kl 5:39, Helga Þóra kl 05:12, Sigga var í Col du Joly kl 5:00, Kristjana hefur ekki dottið inn á Col du Joly ennþá, eða hvort hún hafi fallið á tímamörkum. Vonum það besta.
Nú skal fara og taka á móti Sigga.


NÝTT 07.35: Siggi mætti í mark á flottum tíma 23:59:25
Elísabet koma á eftir á tímanum 24:22:27.

Siggi mættur í mark


Elísabet komin í mark.





No comments:

Post a Comment