Aug 15, 2011

Þreyta

Síðasta viku eða svo hefur þreyta í lærunum verið að angra mig og samhliða hefur púlsinn verið frekar hár. Átti alveg von á smá þreytu tímabili eftir æfingarnar undanfarið svo ég hef tekið því rólega og beðið eftir að ég jafnaði mig. Gekk þó hægar en ég átti von á en datt loks í gang í dag, var búinn að plana ca. 20 km túr sem byrjaði ekki vel, púlsinn hár og átti erfitt með að hlaupa upp brekkur, þolið var ekki til staðar.

Eftir 7 km fann ég púlsinn detta niður og hraðan aukast og þá vissi ég að ég væri kominn yfir þreytuna svo ég dembdi mér í næstu brekku og rúllaði létt upp hana.

Þá er bara að taka nokkrar léttar æfingar í þessari viku og taka svo góða hvíld í næstu viku.

No comments:

Post a Comment