Helga er komin í Bellevue (km 100) og á 12 km eftir. En ætti hinsvegar að detta inn í Les Houches eftir nokkrar mínútur og þaðan er ca. klukkutími í mark.
Fríða var á Col de Tricot kl: 08:00 og á ca. 3 tíma eftir í mark.
Sigga var í Les Contamines kl: 07:34 og á eftir ca. 3 tíma göngu upp í Col de Tricot og aðra þrjá tíma þaðan í mark.
Kristjana náði ekki tímamörkum á Col du Joly (80 km) en samt sem áður flott frammistaða í heitu veðri og erfiðri hlaupaleið. Hún var þá búin að vera að í tæpa 24 tíma.
Adda hætti í Comet de Roseland (km 61), einhver meiðsli að hrjá hana.
Jói var snöggur uoo í fyrstu stöð á CCC leiðinni (800m hækkun), í 381 sæti. Leiðinni var breytt þannig hópurinn fór beint upp í fjall sem þýðir biðraðir. Hann notaði tæpan klukkutíma sem er mjög gott.
Bibba var að detta inn á fyrstu stöðina líka, í sæti 1809, og var 1:29:37 þangað upp sem er ekki slæmur tími, hinsvegar eru margir fyrir framan hana og getur verið erfitt að komast framúr á einbreiðum stígum.
NÝTT kl: 12:05: Helga komin í mark og Fríða væntanleg næsta hálftímann eða svo.
Sigga kominn í Bellevue. Helga var 2,5 tíma frá Bellevue í mark svo Sigga ætti að vera þar um 14:30 að ísl. tíma.
NÝTT kl: 13:30: Fríða komin fersk í mark, Sigga er væntanleg eftir klukkutíma.
Jói kominn í La Fouly og er ca. 400 sæti, Bibba hætti í Arnuva.
Sigga kom í mark kl 14:38 að ísl tíma skælbrosandi út að eyrum.
Helga Þóra koma í mark
Fríða komin í mark
Sigga komin í mark
No comments:
Post a Comment