Flýg út á sunnudaginn svo þetta fer að styttast. Ætla að taka smá hlaup á morgunn og laugardag en svo verður hvílt að mestu fram að hlaupi. Er held ég bara í góðu ástandi en vantar örlitla hvíld til að komast yfir smá þreytu í löppunum og púlsinum í lag.
Hugsa að strategían í hlaupinu verði að vera frekar framarlega í startinu og reyna að sleppa við mesta hópinn í byrjun en slaka síðan á og taka það rólega niður fyrsta fjallið enda um að ræða skaðræðisbrekku þar niður sem klárar lærin algjörlega. Ætla því að reyna að komast vel frá henni og svo auka hraðann eftir það.
Hef verið á nánast sama tíma í Courmayeur (ca. hálft hlaup) eða 7:40-50 á laugardagsmorgni í þeim 3 hlaupum sem ég hef tekið þátt í (var stoppað í fyrra) en ætla að vera að vera aðeins fyrr á ferðinni, eða um 7.00. Held að ég geti ekki verið hraðari án þess að lenda í vandræðum seinni partinn.
Markmiðið er svo að koma góður inn í seinni helminginn og ná að hlaupa hann nokkuð skammlaust.
Ætla að einnig að reyna að stoppa sem minnst á stöðvunum, bara taka vatn, fá mér örlítið borða og fara. Hef stoppað of lengi hingað til.
No comments:
Post a Comment