Sep 17, 2011
Courmayeur til Gran Col Ferret
Tók nú upp símann og kíkti á fyrstu skilaboðin og það hljómaði svona «nr. 330, þú ert búinn að taka framúr 600 manns frá byrjun»??? mér varð svo um þegar ég sá þetta að ég stökk á fætur, skilaði pokanum og hljóp út. Skildi ekkert hvernig mér hafði tekist þetta eftir öll pissustoppin og vanlíðanina í byrjun hlaups en ætlaði aldeilis að halda þessu sæti. Í fyrsta skipti náði ég að hlaupa upp í gegnum í bæinn þótt leiðin sé brött, einhver Norðurlandabúi hljóp upp að mér þegar hann sá að ég var frá Íslandi og eftir smá spjall meðan ég hljóp sem ég var eiginlega of æstur til að meðtaka heyrði ég hann segja í kveðjuskini að ég væri þriðji Svíinn, bara Erik og einhver annar á undan mér. Þriðji Svíinn??? Ehh... what?
Framundan var klifrið upp til Refuge Bertone, sem ávallt hefur verið erfitt og þá aðallega vegna þess að það hefur verið mjög heitt en nú var mun svalara og ég náði að dúndra upp í góðu stuði. Stoppaði augnablik í R. Bertone (82 km, 14:27:47, 240 sæti) og hélt áfram inneftir dalnum að R. Bonatti og er þetta án efa ein fallegasta hlaupaleiðin í Ölpunum, hlaupið með Mont-Blanc fjallgarðinn á vinstri hönd. Þarna rakst ég á ástralska stelpu sem ég hafði séð á km 30 eða svo og auðþekkt á bleikum kompression hlífum. Skiptumst á að leiða að R. Bertone (km 90, 15:38:37, sæti 217) og komum þangað saman. Nú var orðið vel heitt og gott að komast undir tjald og fá smá skjól fyrir sólinni. Fékk mér súpu og standard tvo bolla af kóki. Rölti svo fljótlega af stað og fór fljót að hlaupa enda leiðin þægileg og niður á móti næstu km, ástralska stelpan náði mér flótt og hlupum við saman niður í Arnuva (95 km, 16:37:11, 213 sæti). Næst var á dagskrá að klifra upp á topp Gran Col Ferret 2537m og hæsta punkt leiðarinnar, 800m hækkun á 4 km. Mér hafði gengið vel þarna 2009 og náð upp á toppin á 1:15:xx. Nú leið mér betur svo ég var ákveðinn í að bæta þann tíma. Þegar ég var kominn 200m upp fór ég að finna fyrir kunnulegum öndunarerfiðleikum og fór það bara versnandi eftir því sem ofar dró og þrátt fyrir að lappirnar væru til í góða hluti voru lungun að mestu úr leik. Hefði örugglega ekki getað farið hægar síðustu metrana þótt ég hefði verið á leið upp á topp Everest án súrefnis. 2009 náði ég að hlaupa síðustu metrana svo það var stór munur á. Var feginn þegar ég loks komst upp á fjallið (99km, 18:02:01. 198 sæti). Leit til baka og sá að sú ástralska töluvert fyrir aftan mig. Var fljótur gegnum stöðina enda rokhvasst á toppnum og ískalt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Uss hvað ég er að fíla þessa framhaldssögu af UTMB! Bíð SPENNT eftir næstu framhaldspörtum =o)
ReplyDeleteHelga Þóra
Snillingur, frábært að lesa um hlaupið :)
ReplyDelete//Róbert
Frábær frásögn og spennandi bíð spennt eftir framhaldi, :)
ReplyDeleteBíð spenntur eftir framhaldinu.
ReplyDelete