Er kominn á ról og farinn að skokka aftur, er samt ekki orðinn 100% eftir kvefið um daginn, lungun ennþá svolítið viðkvæm. Dreif mig samt í mína fyrstu sprettæfingu í fleiri ár á braut í kvöld. Tók 8 x 400m. Var eins og kálfur og vissi ekkert hvernig ég skyldi hafa mér í svona sprettum en var líka smá tíma að venjast brautinni þ.e. 100m merkingunum og svona. En það hafðist fyrir rest og svo var skokkað heim um áttaleytið í 15 stiga hita og fallegu veðri.
Er byrjaður á rapportinu frá UTMB og smá líkur á að hún detti inn seint á morgunn. Hef verið í núll stuði til að skrifa undanfarið vegna þreytu en nú er ég að detta í gang.
No comments:
Post a Comment