Sep 17, 2011

Fyrsti hlutinn - að Col du Bonhomme

ar sem ég og Ásgeir vorum frekar aftarlega fór allt rólega af stað enda flöskuhálsar með reglulegu millibili þar sem götur er þröngar en eftir að komið er út fyrir bæinn er hægt að hlaupa án hindrana. Einhvernveginn er það þannig að þótt það séu 2500 hlauparar í misjöfnu formi fyrir framan og aftan þá hlaupa allir nokkurnveginn á sama hraða fyrstu km og nánast tilgangslaust að sperra sig því það er bara hægt að græða nokkra mínútur á að sperra sig en þeim er auðvelt að tapa seinna í hlaupinu og vel það.

En fljótlega þurfti ég að stoppa til að pissa, en það sem ég vissi ekki þá var að þetta var eitt af mörgum pissustoppum á leiðinni en venjulega hef ég þurft að pissa 1-2 í allri keppninni. Leiðin lá fyrst eftir jeppaslóða í skógi áður en við beygðum í áttina að Le Houches og þar með hófst klifrið.

Ennþá var mikil rigning stígarnir óðust fljótt upp í drullu og sumstaðar voru þeir svo brattir að hlauparnir áttu í erfiðleikum með komast upp og sumir fóru.......niður!

Var í Salomin XT Wings 2 en ég valdi þá þar sem þeir hafa mjög gott grip, sérstaklega niður brekkur, og reyndust þeir einnig vel þarna í drullunni. Áfram hélt ég að pissa og var búinn að taka 5 stopp áður en toppnum (Delevret) var náð eftir ca. 2 tíma ( 2:02:24, 913 sæti). Varð hugsað til þess þegar ég carbólódaði að ég pissaði mun minna en vanalega og sennilega hefði hlaðist upp vel af aukavatni auk þess sem ég drakk töluvert fyrir startið og í byrjun hlaupsins. Ákvað að slaka á drykkjunni og koma vökvabúskapnum í jafnvægi. Að öðruleyti leið mér vel.

Var búinn að ákveða að taka brekkuna niður fjallið með ró enda að stórum hluta flughál grasbrekka og snarbrött. Náði að komast niður í St. Gervais (21 km, 3:00:47, 830 sæti) óskaðaður en það voru ansi margi sem flugu á hausinn og stóðu upp útataðir í drullu, ekki óskabyrjun fyrir þá. Þar sem ég notaði sama plan og 2009, byrjaði aftarlega þá taldi ég mig vera í kringum 900 sæti.

Stoppaði stutt þar en og taldi mig vera í það góðu standi að ég næði að hlaupa næsta legg að stærstum hluta sem og varð. Maginn var hinsvegar ekki alveg 100% og sleppti ég því að fá mér eitthvað að borða. Nú fór allt að ganga vel og ég náði að fara fram úr nokkrum en þurfti einnig oft að stoppa til að pissa og missti þá heilan helling fram úr mér aftur. Leiðin lá í gegnum sveitirnar í nágrenni St. Cervais og skiptust á malbik, slóðar sem og skógarstígar og því auðvelt að hlaupa. Veðrið var líka að skána og leit út fyrir að veðrið myndi henta mér, svalt og þurrt.

Náði til Les Contamines (31 km, 04:29:04, 670 sæti) og var bara í góðum gír, fyrir utan magann en drakk bara kók og sleppti matnum og enblíndi þess í stað að borða eitthvað á næstu stöð La Balme. Frá Les Contamines að La Balme fóru hlutirnir að ganga illa, vanlíðan og svefnleysi helltist yfir mig, prófaði að loka augunum meðan ég gekk nokkur skref í einu og virtist það virka til að vinna bug á svefnþörfinni. Tók þá ákvörðun þarna að kíkja ekki á símann fyrr en í Courmayeur, því ég vildi ekki fá neinar neikvæðar fréttir á þessum tímapunkti, t.d. að Ásgeir eða Höskuldur hefðu hætt eða ég væri enn í 900 sæti eftir alltof mörg pissustopp.

Í La Balme (39 km, 05:56:49, 520 sæti) fékk ég mér súpu sem var nú eiginlega bara vatn með bragði, leið ekki vel og var frekar pirraður yfir ástandinu því ég hafði ætlað mér að taka næsta fjall Col du Bonhomme, 2443m, með stæl. Gekk að varðeldi sem var þarna nálægt og hlýjaði mér aðeins og lét hitann þurrka fötin sem ég var í. Varð mun betri eftir að hafa náð hitanum upp og hélt af stað upp fjallið. Fylgir ákveðinn spenningur að leggja á þetta fjall enda veðrin verið misjöfn í fyrri 3 skiptin sem ég hafði farið yfir það, t.d kolsvarta þoka í eitt skiptið.

Plúsinn við að startinu var seinkað var að nú komum við upp á Col du Bonhomme (43 km, 07:20:47, sæti 468) í dagsbirtu í staðinn fyrir að vera þar um rétt eftir miðnætti. Eftir að hafa virt fyrir mér útsýnið hélt ég niður að næstu drykkjarstöð Les Chapieux en leiðin þangað er frekar krefjandi enda að mestu blautir og kræklóttir moldarstígar auk þess sem það var mikilvægt að grilla ekki á sér lærin enda 900 metra lækkun framundan.

No comments:

Post a Comment