Ég æfði og fór til Frakklands með allt annað í huga en það sem varð. Var handviss um að veðrið 2010 var bara undantekning frá góða veðrinu sem var 2006-2009 svo ég var ekki búinn að undirbúa hausinn nógu vel fyrir sama dæmið og í fyrra. Þegar keppninni var frestað breyttust öll mín plön og þá vantaði mig gulrót í staðinn fyrir þá sem ég hafði nelgt mig á, þ.e. að koma í mark fyrir ca. 02:00 á sunnudagsnóttina og þar með vera ca. 30-32 tíma á leiðinni. Hafði einnig planað að taka eins stutt stopp og mögulegt væri en það varð ekki.
Mínusar:
Þarf að vinna betur í hausnum, átti að keyra í gegnum hlaupið án stoppa. Drakk ekki kaffi nema einu sinni sem er alltof lítið. Var kannski ekki oft þjakaður af svefnleysi en almenn þreyta var að angra mig.
Bakpokinn sem ég var með var of lítill fyrir svona veður þegar það þarf endalaust að vera að fara í og úr jakka og slíkt. Alltof margar mínútur fóru í það að festa jakkann utan á bakpokan í staðinn fyrir að geta troðið honum í pokann. Hefði einnig mátt hafa minni jakka.
Á næsta ári mun ég koma mér fyrir mun framar á ráslínunni, að vera aftast kostar mörg sæti í lokin en hefur þó líka það í för með sér að ekki er hlaupið of hratt af stað.
Var of þungur (ekki óvænt kannski :) ) Er núna 82.2 kg og þarf niðurundir 70 kg til að gera góða hluti í þessu hlaupi.
Plúsar:
Var 20 mín hraðari fyrsta legginn en áður, veit þó ekki hvernig ég fór að því...
Útbúnaðurinn var fínn fyrir utan of lítinn bakpoka.
Orkan var alveg ótrúleg, var með gel í brúsa og kom með helminginn heim og mér reiknast til að ég hafi fengið mér sem samsvarar 7 gelum á allri leiðinni + kók á hverri stöð, súpu á annarri hverri og rúmlega einn pastaskammt. Hef aldrei borðað jafnlítið í þessari keppni og hafði aldrei mikla löngun í meiri orku. Það þakka ég Vitargo carbó lódinu.
Skórnir voru góðir, Salomon XT Wing stendur fyrir sínu en margir gerðu eins og ég hafði látið mér detta í hug þ.e. að skipta yfir í götuskó með góðri dempun fyrir seinni hlutann. Sá marga t.d. skipta yfir í nýja Nike skó eða nýja trailskó.
Gaman að lesa þessa frásögn, maður þarf að prófa þetta einherntímann.
ReplyDeleteJá Örvar, þetta er þrælgaman (og erfitt) Uppgjörðin og andrúmsloftið fyrir og á meðan hlaupinu stendur er 80-90% af gamaninu og nú þegar fleiri eru farnir að taka þátt þá er þetta orðið mun skemmtilegra.
ReplyDeleteVæri gaman að sjá þig þarna á næsta ári!
Átti að vera "umgjörðin"!
ReplyDelete